Þegar frændi minn var 14 ára og ég 9 ára fékk hann bíl í kaup fyrir sumarvinnuna. Þetta var enginn venjulegur bíll heldur var þetta vw bjalla sem var búið að taka boddyið af og smíða veltigrind á(s.s buggy-bíll). Hann djöflaðist á þessu í um 3 ár og var hann þá búinn að bræða úr mótorunum 4 sem fylgdu með bílnum. Þegar ég var 13 ára gaf hann mér bílinn. Ég og pabbi leituðum að bjöllu vél í marga mánuði og fundum eina á 60 þús. Sem er náttúrlega fáránlegt verð! Ég er búin að leita í ár að vél og fór að leita að öðrum hugmyndum.
Fyrst fór ég að leita að gömlum Subaru mótorum uppí 84“ því að þeir passa beint upp á bjöllu kassana, fann samt engann þannig og gafst fljótlega upp á því. Næsta hugmynd var að fá mótor úr framdrifnum bíl og setja í bjölluna. Ég fékk í hendurnar Subaru Legacy 88” í fínu standi og var hann tilvalinn í þetta. En þar sem þetta var soldið mál, því að það þyrfti að smíða nýar mótorfestingar datt þetta út af. Síðan kom frændi minn með þáhugmynd að brenna bara framan af Subarunum við hvalbakinn og brenna aftan af bjöllunni og sjóða saman og er ég að vinna í þessu núna. Þetta er tímafrekt þar sem allt heia klabbið er staðsett á Laugarvatni og ég bý í bænum en þar kemst ég í frábæra aðstöðu til að gera þetta en það væri gaman að fá komment á þetta og kannski aðrar hugmyndir líka! :P