Jæja, ég er búinn að ná í demoið, það er 220 mb og það tók mig rétt undir 2 klukkutíma að downloada því í dag.
Ég er með 256 kb/sec ADSL tengingu.
Jæja, ég setti það inn og byrjaði strax að spila, þótti leikurinn nú ekkert svakalega flottur fyrst, jæja, fer í options og stilli grafíkina, og vá hvað hann varð flottur á eftir, ekta Fast And The Furius Style - enda í rauninni verið mikið að herma eftir því.
Gallin við demoið er að það þarf alltaf að byrja á því að stilla grafíkina þegar maður fer inn í leikinn, stillingarnar save-ast ekki.
Það eru engar beyglur í leiknum, allavega ekki í demoinu svo ég geti séð, og ekki hægt að stilla þær inn. - Endilega látið mig vita ef þið fynnið það - ekki það að ég fíli að klessa bíla.
Enn ég var að spá í því áðan þegar ég var að spila demoið, þetta er í fyrsta skipi sem Need for Speed leikur hefur ódýra sportbíla í leiknum. Semsagt miðað við íslenskt verð á bílinu 2-5 millur enn ekki einhverja ferrari bíla sem kosta 20 millur +
Reyndar er ekkert hægt að tjúna bílana í demoinu, enn ég mæli hiklaust að menn sem hafa einhvern smá áhuga á bílaleikjum downloadi þessum og prufi.
Vorum reyndar að hlægja smá að því áðan ég og bróðir minn, hann var að prófa leikinn og misti stjórnina á bílnum og fékk fullt af stigum í power slide, þú færð stig í power slide þegar þú t.d. driftar sem er mjög auðvelt í leiknum.
Umhverfið og allt, þetta er geggjað cool.
Svo er geggjað töff þegar maður setur nitroið í gang, þú getur still það eins og var í Fast And The Furious, þegar þeir eru að spyrna og svo keyra þeir svo hratt að það er eins og þeir séu komnir yfir ljóshraða eða eitthvað álíka, það er hægt að stilla svoleiðis á og af, kannski dálítið asnalegt og óraunverulegt og óþægilegt í keppni enn þetta er bara svo ógeðslega cool.
Jæja nóg í bili, downloadið bara demoinu og prufið.
Kveðja
Svessi - Mikill NFS seriu fíkill - á alla leikina.