Ég var að keyra heim úr bænum í gærkveldi þegar ég sá bíl sem mér leist á á Miklubraut. Var það…? Jú, það var Mercedes Benz SL55 AMG. Stutt frá að segja kepptist ég við að komast nálægt silfurörinni með það að markmiði að heyra sándtrakkið, sem fróðir menn höfðu sagt frábært.
Og þeir ljóga ekki. Á fyrstu ljósum sem ég komst nálægt með glugga niðri brast ég é skólastelpu tíst svo kærastan mín forvarð sig og vinkona hennar varð vandræðaleg. Það er ekki eðlilegt að fágaður Benz hljómi eins og muscle car!
Snilldar græja sem gleður mig að sé til á landinu. Ég segi það að maður heyrir í honum á 50 metra færi. Á hraða með rúðurnar niðri.
Og sándið er brútal.<br><br>-
Þar sem það er mikil vinna að skipta reglulega um undirskrift og góðar tilvitnanir hafa safnast upp hef ég ákveðið að setja inn þrjár nýar undirskriftir í dag. Mælist ég til að fólk lesi þá efstu fram til 2. októbers, þá næstu til þ. 4. og þá síðustu til 6.
Kærar þakkir,
Mal3
“In the long run, legs get shorter in cold weather.”
- Prófessor Gísli Gunnarsson
“Útrýma kommúnistunum! Nei, það er um að gera að hafa fáeina - öðrum til viðvörunnar!”
- Italo Balbo, flugmarskálkur Italíu
“Þessi er nú alveg bensínlaus!”
- Eiríkur “Bunny”