Allir þeir sem ég veit um sem hafa prófað loftbóludekkin segja að þau séu eitt það besta - ég hef sjálfur ekki prófað þau.
Semsagt, þeir vilja meina að þau séu betri enn harðkornadekkin.
Harðkornadekk - Jú, jú, þau eru skárri í snjó enn gróf, venjuleg dekk, enn þetta eru samt hundleiðinleg dekk að keyra á.
Heilsársdekk - Ég segi nei. Afhverju? Jú, þú ert í raun aldrey á bestu dekkjum við aðstæður, þú ert ekki á góðum sumardekkjum á þuru malbiki á sumrin og þú ert ekki á góðum vetrardekkjum í snjó og hálku, enn getur þó verið á þessum dekkjum við allar aðstæður.
það sem ég vil sjálfur gera er að vera með tvo umganga af dekkjum, semsagt góð sumardekk þannig að maður sé með sem mest og best grip á malbiki á sumrin, hvort sem er í blautu eða þuru.
Ég er svona að prufa mig áfram í sumardekkjum.
Þótt ég vilji góð dekk vil ég ekki þurfa að borgo of mikið fyrir þau, sem er í raun mjög auðvelt hér á klakanum.
Og svo er ég einn af þeim slæmu á veturna, vil vera á grófum, mjúkum og vel negldum vetrardekkjum, og þar hef ég fundið Nokian sem fást uppí MAX1 uppi á höfða. Maður hreinlega kemst allt á þessum dekkjum, var með þau á BMW 518i ´91 sem ég átti, og veturinn 2000 þegar var svo mikill snjór á tímabili, allir skildu bílana eftir allstaðar (kannski muna einhverjir) Ég var að keyra þegar mesta hríðin var og hef aldrey lent í því áður að það var horft á eftir mér þar sem ég keyrði á eftir upphækkuðu jeppunum í snjónum, ég gleimi því aldrey. Og ég festi mig aldrey, var nokkrum sinnum alveg við að festa mig enn þá bara spólaði ég áfram og hann einhvernveginn gróf sig áfram, hef aldrey verið með önnur dekk sem hafa haft svipaðann eiginleika og þessi.
Og svo voru þau bara mjúk og gott að keyra á þeim, og eyðslan var bara mjög temmileg.
Sko, ég er að segja þetta því mér fynnst fólk í rauninni hugsa of lítið um dekkin yfir höfuð á bílunum hjá sér, er á nokkra milljón króna bíl, og hefur svo ekki einu sinni hugmynd um hver loftpressan í dekkjunum hjá sér á að vera, sem mér fynnst nú í raun algjört lámark því jú dekkin eru UNDIRSTAÐA bílsins, í orðsins fylgstu merkingu.
Þetta er auðvitað mitt álit og auðvitað mega aðrir hafa skoðun á þessu.
Kveðja
Svessi