Ronin er með bestu bílaatriðum sem ég hef séð. Aðrar góðar eru t.d. The Italian Job (upprunalega með Michael Caine, hef ekki séð þá nýju en skilst að gamla sé (auðvitað) betri), Bullitt og Le Mans. Þær síðustu tvær báðar með Steve McQueen.
Ronin hefur úrval af bílum; Audi S8, M-B 350SEL 6.9, BMW E34 og haug af Peugeot. Atriðin í henni eru svakaleg, flott sound og ótrúleg stunt-vinna.
Italian Job hefur Lamborghini Miura(!), Aston Martin DB4 Volante, Jaguar E-Type og auðvitað haug af Mini Cooper.
Bullitt hefur Ford Mustang GT390 með Steve McQueen bakvið stýrið tætandi hjólbarða og Dodge Charger R/T með vondum köllum í. Sándið í bílunum er nóg til að sjá hana.
Le Mans er nánast heimildamynd um Le Mans kappaksturinn. Þrekvirki að því leyti en í raun slök bíómynd nema maður sé bíladellukall. Steve McQueen skemmir svo ekki fyrir.
Svo auðvitað eins og annar mælti með: Grand Prix.<br><br>“Málið er ekki hvað maður getur, heldur hvað maður gerir.” - Bragi Ólafsson, þáv. bassaleikari Purrks Pillnikks