svona til að þetta sé á hreinu, þá er heildarþyngd Hummer (bíll + farmur) meira en 3500 kíló, sem þýðir að þeir sem hafa tekið bílprófið undanfarin ár þurfa meirapróf, meðan “gamlingjarnir” geta notað sitt teini sem er upp á 5 tonna heildarþyngd.
Mér sýnist á öllum skrifunum hérna að engin hafi prófað að keyra Hummer,, það er sko upplifun get ég sagt ykkur.
Þetta er ekki kraftmikill bíll,
plássið er ekki slæmt, þ.e. fyrir ökumann og farþega,
að keyra Hummer er eins og að keyra vörubíl, hann er óþjáll, stór en maður lifandi hvað þetta tæki vekur eftirtekt..
Ef maður fer einn Laugaveg á einu svona apparati þá er gólað úr öllum áttum “Sjáiði bílinn maarrr”..
Og það er sama hvað hver segir, þetta er ofur-jeppi, maður fær það á tilfinninguna þegar maður keyrir þetta að það sé hvorki hægt að velta honum né skemma neitt,, þannig að ég skil vel að mönnum langi í HummVee<br><br><b><font color=“red”>Speed is just a question of money. How fast can you go?</b></font