Það kemur endalaust í hausinn á mér val ritgerðaefna. Nú fékk ég þá flugu í hausinn að skrifa ritgerð um bílahönnun fyrir kúrs sem ég er að taka í listasögu og eins og við mátti búast má ég væntanlega punga út fyrir millisafnaláni eða bara kaupa bækur sem ég þarfnast.
Það er kannski ekki bara Þjóðarbókhlöðu að kenna, því úrval bóka sem fjalla um bíla frá hönnunarlegu sjónarmiði virðast ekkert of margar. En á meðan ég náði með nokkurri leit að finna hugsanlega eina bók um þetta efni sem gagnast mér á Bókhlöðunni náði félagi minn í kúrsinum að finna tvær bækur sem fjölluðu sérstaklega um Art Deco stefnuna og það nánast fyrirhafnarlaust.
Er hönnun bifreiða og bifreiðir sem nytjalist svona ómerkilegt viðfangsefni? Hugsanlega er þetta dýrasti munur sem flest fólk kaupir þar sem útlit skiptir höfuðmáli…<br><br><b>sverrsi skrifaði:</b><br><hr><i>“Þa er mjög hættulegt. Það getur leitt til offitu, húðsjúkdóma, skellinöðruaksturs og þaðan af verra.”</i><br><h