Neyslustýring þarf ekkert að vera vitlaus, það er bara spurning hvernig hún er framkvæmd (og hvaða hagsmunum hún þjónar). Þessi lagasetning sem minnst er á í greininni (sem leyfir bílaframleiðendum að flokka jeppa sem vinnutæki) hefur það í för með sér að jeppar þurfa ekki að uppfylla jafn strangar mengunarkröfur og verða þar af leiðandi ódýrari í framleiðslu og rekstri (ekki þörf á jafn nákvæmum tölvustýringum og dýrum mengunarvarnarbúnaði með tilheyrandi rekstrarkostnaði). Þetta veldur því að fólk lítur frekar á jeppa sem góðan kost í stað fjölskyldubílsins, enda að mörgu leiti mjög þægilegir bílar fyrir fjölskyldufólk. Með þessu er verið að verðlauna jeppaframleiðendur og að sama skapi óbeint verið að refsa framleiðendum sparneytinna og umhverfisvænni bíla.
Þessi neyslustýring virðist við fyrstu sýn þjóna hagsmunum bílaframleiðenda, sem og hagsmunum þeirra sem eru að kaupa sér nýja jeppa.
Þetta þjónar EKKI hagsmunum umhverfisins og allra sem í því lifa (þar með taldir jeppa framleiðiendur og kaupendur), meiri mengun fylgja lungna sjúkdómar, astmi og dauðsföll. Þetta þjónar EKKI hagsmunum ríkisins (eða tryggingafélaganna í tilfelli USA) því þetta kallar á kostnað við rekstur sjúkrastofnanna auk vinnutaps og tilheyrandi taps á skattpeningum. Með öðrum orðum: Þegar við skoðum stóru myndina þá þjónar þetta engum hagsmunum, allir tapa! Liggur það líka ekki í augum uppi að það er fáránlegt að samskonar vél í jeppa og fólksbíl skuli ekki þurfa í báðum tilfellum að uppfylla sömu mengunarskilmálana?
Þetta var gott dæmi um vonda neyslustýringu.
Betri neyslustýring hefði verið að sleppa þessari lagasetningu og nota kostnaðinn sem sparast í heilbrigðskerfinu til að borga kynningarherferð sem benti fólki á að ganga eða hjóla frekar erinda sinna í stað þessa að fara á bíl sem mengar umhverfið, það mætti líka bæta inn í þetta einhverjum öðrum heilbrigðissjónarmiðum eins og hættum og fylgikvillum offitu og hreyfingaleysis. Þetta hefur þau óbeinu áhrif að fólk verður meðvitaðra um það að bíllinn þeirra mengar og næst þegar það kaupir sér bíl þá hefur þetta hugsanlega einhver áhrif á val þess. Þetta hefur síðan áhrif á bílaframleiðendur, því þeirra keppi kefli er ekki að framleiða betri og betri bíla, heldur að reyna að svara kröfum markaðarins sem best (alhæfing sem stenst að mestu leiti, þó ekki öllu), og þeir neyðast því til að setja á markað umhverfisvænni bíla. Þessu fylgir tilheyrandi markaðsetning sem gerir fólk enn meðvitaðra um umhverfismál og mengun … og svo framvegis.
Þetta þjónar hagsmunum umhverfisins og þar af leiðandi allra jarðarbúa (líka framleiðendum stórra jeppa því þeir geta þá lifað betra lífi í hreinna lofti).
Þetta mundi ég kalla gott dæmi um jákvæða neyslustýringu.