http://www.turbofast.com.au/Drag.htmlEndahraðinn er samt betri viðmiðun en tími til þess að fá út hestöflin, þannig að best er að nota þessa formúlu hérna:
((s^2/t)* w) / 1000 / 10.7
Sumsé endahraðinn (km/h) í öðru veldi deilt með kvartmílutíma. Margfaldað með þyngd bílsins ásamt ökumanni (kg) og svo deilt með 1000 og deilt aftur með 10.7
Þetta gefur góða ágiskun á hestöfl sem bíllinn er að ná að skila út í götu, hraðinn hefur meiri áhrif en tíminn, bíll sem nær miklum hraða er kraftmikill, bíll sem fer á betri tíma en lægri hraða hefur bara gott traction. Þetta tekur auðvitað ekki með í reikninginn vindmótstöðu, og því tölurnar misnákvæmar eftir bílum.
Síðan er spurningin um power við sveifarás, þar er best að bæta 10 við töluna, deila svo með 0.88 fyrir afturhjóladrifinn bíl, 0.9 fyrir framhjóladrifinn og 0.84 fyrir fjórhjóladrifinn.
Auðvitað eru allir bílar mismunandi, hvað varðar tap í drifrás. Þetta fer eftir hönnun á kassa, hönnun á drifi, horni á hjöruliðum, dekkjastærð, loftþrýstingi í dekkjum ofl.
Bílar með lítið afl tapa stærri prósenti í drifrásina, bílar með mikið afl tapa minni prósentu.
Setjum minn bíl inn í formúluna.
((128.5^2/16.4)*1300) / 1000 / 10.7 = 122.3
(122.3 + 10) / 0.88 = 150
<br><br>–
N/A kraftur, hvað er nú það?