Ég lenti í árekstri í dag, keyrði aftan á 35" Trooper jeppa sem negldi niður á gulu ljósi. Ég var á 2 vikna gömlum Toyota Rav4 sem foreldrarnir eiga(þau eru reyndar í útlöndum). Þessi bíll er nýskráður 3. sept 2003 og er keyrður rétt um 500 km. Tjónið á bílnum er lauslega metið á ca 750.000 kr(loftpúðar sprungu), en bíllinn kostaði tæpar 2,7 milljónir. og er nottla í kaskó

Veit einhver hvort það sé einhver regla hjá Tryggingafélögunum að ef bíllinn er þetta nýr, að ég geti fengið bílinn borgaðan út þó svo viðgerðarkostnaður sé bara 30% af virði bílsins? ég vil helst ekki fá þennan bíl viðgerðan, því ég hef aldrei lent í því að fá bíl 100% lagaðan sem ég hef lent í tjóni á. Alltaf verið einhverjir hnökrar á sem ég veit að foreldrarnir sætta sig ekki við á nýjum bíl.

Svo þarf bara að leggja í það að segja foreldrunum þetta…, en biðtíminn eftir þessum bíl voru tæpir 3 mánuðir :(