Jæja, eftir þriggja mánaða þrotlausa vinnu er SAABinn minn loksins kominn í gang :) Ég er búinn að skipta út gömlu þriggja þrepa Borg&Warner sjálfskiptingunni fyrir 5 gíra beinskiptingu, og setja í hann 16 ventla túrbó vél í staðin fyrir 8 ventla túrbó lausu vélina. Þessu fylgdi og að það þurfti að bæta við hann svo gott sem heilu rafkerfi í viðbót því gamla vélin var með mekanískri innspítingu. “Nýja” vélin er aftur á móti bæði með tölvustýrðri innspítingu og tölvu fyrir forþjöppuna. Síðustu þrjár til fjórar vikurnar hafa því svo gott sem eingöngu farið í að finna út úr rafkerfinu og hvert hinir mismunandi vírar ættu að tengjast. Það var svo klukkan hálf tíu í kvöld (16/9) sem SAABinn fór loks í gang.
Það er svo stefnt að því að taka fyrsta bíltúrinn á honum um helgina.