Það er meira sót í díselreyknum. Mengun vegna bensíns er ekki eins sjáanleg en er engu að síður fyrir hendi.
En hvað gáfnafar Bandaríkjamanna áhrærir (sem var ekki beint til umræðu hér) þá held ég að það sé í góðu meðallagi. Þeir bandaríkjamenn sem ég þekki eru flestir vel upplýstir og vita hvað þeir eru að segja. Það kom mér mikið á óvart hve margir vissu eitthvað um Ísland.
Ekki má svo gleyma því að bestu háskólar heimsins eru þar, og flestir gáfuðustu vísindamennirnir starfa þar (ef þeir eru ekki innfæddir þá eru þeir bara fluttir inn).
Það er oft gert grín af landafræðiþekkingu þeirra (okkur ferst, getum fæst talið upp sýslur á okkar eigin landi), en þeir vita meira um sína heimsálfu en aðrar heimsálfur. Ég hef grun um að fáir hér geti talið upp öll ríki Bandaríkjanna og höfuðborgir þeirra án þess að glugga í bók.
Ég held því að við getum ekki sett okkur á háann hest gagnvart þeim. Það má vera að þeir séu ekki þeir snjöllustu en við erum þeim langt að baki í mörgum efnum.
JHG