Sama hér, þegar Lamborghini kom með hinn sérstaka 350GT var Ferrari t.d. með hinn arfaslappa 275GTB. Kannski ekki besti samanburðurinn, en ég blæs á þá sem kalla 275GTB fallegan!
Seinna kemur 365GTB/4 Daytona sem var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, en um líkt leyti kemur Lamborghini með hinn svakalega látlausa Islero sem er minn mesti drauma GT (og ég er sjúkur í <i>alvöru</i> Grand Tourers!). Islero er líka á djók verði í dag að mínu mati, sérstaklega þar sem aðeins rúmlega 200 voru smíðaðir og að mig minnir að 100 voru Islero 400GTS sem var endurbætt, betri og aflmeiri útgáfa. Rúmlega 200 bílar á þessum ca. 2 árum!
Því miður er arftaki Islero Jarama. Góður bíll, en útlitið er frekar erfitt þó það venjist kannski. Þessir síðari GT bílar stóðu alltaf í skugganum af Miura og Espada, Miura var headline grabberinn (skrítið!) á meðan Espada var enn praktískari með rúmgóðu aftursætin. Þetta hjálpaði ekki upp á söluna á GT bílunum.
Countach er líka merkilegur bíll, en ég fer fyrst að verða æstur aftur þegar síðustu Diablo bílarnir koma og nýju bílarnir.<br><br>
<i>Ah, I'd love to wear a rainbow every day,
And tell the world that everything's OK,
But I'll try to carry off a little darkness on my back,
'Till things are brighter, I'm the Man In Black.</i>
<b>Man in Black - Johnny Cash</b>
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
- úr Hávamálum