Ónei, Sería 3 kom með innspýtingu ‘79.
Að mér vitandi er bara einn ’87 Sería 3 hér á landi og hann er í eigu Hrafns Gunnlaugssonar.
Formlega var hætt að framleiða þá ‘86 en til að klára pantanir var smíðað fram í apríl ’87.
XK vélinni fornfrægu sem varð til uppúr seinna stríði var þá einnig lagt.
XJ40 bíllinn kom með nýjum vélum (AJ6, Advanced Jaguar 6 cyl) og skiptingum, nánast ekkert sem gengur á milli hans og XJ6/12.
En til að skýra út og eyða misskilningi þá var Sería 3 áfram framleidd til ‘92 og það er skemmtileg saga/ástæða þar að baki.
Þegar Sería 3 var að fæðast (í kringum ’77) var Jaguar í eign þurs sem hét British Leyland sem einnig átti Rover. Jaguarmenn vildu alls ekki fá Rover V8 vélar í sína bíla og því hönnuðu þeir XJ40 bílinn gagngert þannig að í hann kæmist ekki v-vél. Þetta varð að “vandamáli” ‘86 þegar hætta átti framleiðslu S3, eini bíllinn með V12 sem hægt var að bjóða uppá var hann.
Að vísu lifnaði V12 vélin við ’94 (held ég) í stuttan tíma, þá komin í 6 lítra.