ih8…. ég átti nú svona bíl í næstum 3 ár og í fyrsta lagi er þetta ekki einn af Ford Volvounum (Ford var ekki kominn inn í spilið þegar þessi bíll var hannaður og framleiddur).
Innréttingin sem er í bílum sem komu á götuna eftir júlí 2000 eru allt öðruvísi en í þeim eldri. Ég keyrði þennan bíl reyndar ,,ekki nema" 45.000km en mikið utanbæjar og á malarvegum og varð aldrei var við skrölt, bara pínulítið brak í B-póstinum sem var reyndar lagað.
Sú staðreynd að bíllinn er skyldur Carismu, sem er skelfilegur bíll og mæli ég þá af reynslu því ég átti svoleiðis í tæplega ár, breytir því ekki að fjöðrunin er önnur og flest allt annað nema undirvagninn. Gallar í fjöðrun sem voru alla tíð í Carismunni voru lagaðir í S/V40 bílunum og margt fleira sem varð til þess að bílarnir eru ólíkari en ætla mætti.
Ég átti reyndar 2.0l bílinn beinskiptan sem er víst ekki algeng samsetning (sérpantaður á sínum tíma).
Ég prófaði á sínum tíma bæði Avensis og Peugeot 406 og ég gat ekki sætt mig við þá. Avensis (árg ~2000) er algerlega ónýtur akstursbíll og óþægilegur í þokkabót, 406 var ekki hægt að fá nema í algerum harlem-týpum og harla vélarvana. Þetta er náttúrulega miðað við það sem umboðin buðu upp á í nýjum bílum árið 2000. Ýmislegt kann að hafa breyst síðan þá.
Svo er reyndar að koma nýr S40 bíll núna sem er byggður á næstu kynslóð af Focus-undirvagni og er talsvert nær S60 og S80 í útliti og gæðum.
Ef þú ert að spá í notaðan S40 þá myndi ég einskorða leitina við bíla sem komu á götuna eftir júlí 2000 þar sem það er að stórum hluta annar bíll en sá sem var fyrir þann tíma (ný innrétting, bætt afturfjöðrun, o.m.fl.).