Hugmyndir Peter Wheeler eru náttúrulega bara snilld. Hver er markhópur TVR? Fólk sem fílar TVR. Peter Wheeler framleiðir bíla sem honum líkar og þar með er stefnan sett.
Bristol sömuleiðis hafa sterka fílósófíu á bakvið hönnun bílanna og þegar þeir nú beita þeirri fílósófíu á Bristol Fighter kemur fram bíll sem er ákaflega sérstakur og með svo margt rétt.
Kíktu á nýja Aston Martin DB9. Hann minni mikið á DB7 en í staðin fyrir að vera andlitslyfting er þetta glænýr bíll. Ég á eftir að ákveða hvor er fallegri, en DB9 er storfenglegur og að innan er hann uppgötvun. Einfaldleiki í fyrirrúmi með nokkrum vel útfærðum smáatriðum.
Þótt AML sé í eigu Ford og það skipti vissulega máli virðist sem svo að innan fyrirtækisins sé Dr. Ulrich Bez með puttana í öllu og taki nánast allar ákvarðanir. Undirmenn hans báru þessa góða söguna og sögðu ákvarðanatöku fljóta og góða. Útkoman er DB9. Skoðið hann á móti Bentley Continental GT og ég trúi ekki að útkoman verði ekki DB9 í hag.
Það besta er það að Aston Martin náði að gera bíl sem á yfirborðinu var nýr fyrir einungis 10 árum. DB7 minnti á eldri bílana en útlitið var engu að síður nýtt, en óneitanlega klassískt. DB9 byggir á því, ásamt annari arfleifð, sem er hið besta mál, þeir eru að byggja á 10 ára hönnun meðan sumir eru fastir í fertugri hönnun! Hönnun sem er glæsileg og með nýjustu útfærslu ákaflega nútímaleg og, aftur, klassísk.
Ég vona að ég þurfi ekki að draga þetta til baka þegar ég fæ loksins að sjá blaðamyndir af DB9….<br><br>-
“We don't need another 600bhp Mercedes. What we do need are a few more feisty, sub-1000kg, sub-£12K heroes.” - Richard Meaden, Evo #60.