Tilvitnun:
Ríkissaksóknari krefst fangelsis yfir alþingismanni
Senda frétt
Leita í fréttum mbl.is
Fréttir vikunnar
Prenta frétt
Ríkissaksóknari krefst þess að Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður verði dæmdur í eins mánaðar óskilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot, en hann afplánar dóm fyrir annað brot.
Gunnar Örn var stöðvaður á 103 km/klst miklum hraða í Húnavatnssýslu 4. ágúst árið 2001, á vegarkafla þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Var það þriðja umferðarlagabrot hans og á þeirri forsendu var krafist fangelsisdóms.
Verjandi Gunnars Arnar lýsti þeirri skoðun sinni að þar sem svo langt væri um liðið frá umferðarlagabrotinu hefði átt að taka mál þetta og dæma með máli því sem skjólstæðingur sinn sæti nú inni fyrir. Hefði það ekki vegið þungt í því, að hans mati. Einnig hefði ökuhraðinn ekki verið það mikill umfram hámarkshraða að fangelsisrefsing væri viðeigandi. Af öllu þesu fór hann fram á að Gunnar Örn hlyti vægustu refsingu. Ef um fangelsisdóm yrði að ræða fór hann fram á að hann yrði skilorðsbundinn.
Dómari tók sér frest fram á miðvikudag til að kveða upp dóm sinn.
Gunnar Örn aplánar nú dóm sem hann hlaut árið 2002 fyrir bókhaldsbrot, brot á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og stjórn fiskveiða. Gunnar var dæmdur í 6 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundna.
Hafið þig leitt hugann að því að dómarinn sem kveður upp dóminn hefur nær örugglega keyrt á sama hraða eða hraðar úti á landi…
Er virkilega hægt að dæma mann í fangelsi fyrir að vera á 103 kmh, bara vegna þess að það er í þriðja skiptið?
<br><br>“They cost the same as ugly ones’” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…