Ég hef undanfarið verið að skoða gamla bíla á sölum. Þannig er að ég hef ekki mikla peninga en hef gaman af fallegum bílum. Til að fá fallegan bíl þarf hann að vera gamall ef hann á að líta vel út, annars er hætt við að maður sitji uppi með Toyota Yaris. Nú, ég er búinn að skoða sölurnar og finn einn góðan, BMW750IA, 300 hestafla bíl með öllum græum. Þetta er 88módel, ekinn 150000 km, mjög vel með farinn, engar dældir eða ryð sjáanlegt svo heitið getur. Ég spyr, nú er sett á hann 650.000 kr. Er það ásættanlegt verð?