Sæll!
Ég skoðaði 2ja lítra ssk ‘98 modelið ekið 75þ. síðasta haust og þetta er það sem mér fannst.
Vélin (sem er ekki sú sama og í bílnum sem þú ert að skoða) var fremur skemmtileg, þótt sjálfskiptingin sem var ein sú allömurlegasta sem ég hef nokkurntímann prufað, hafi skemmt fyrir.
Bíllinn var rúmgóður og þægilegur í umgengni, mælaborðið snyrtilegt, sem og innréttingin.
Framrúðan var stórskrýtin, ekki ósvipað og að horfa í gegnum gleraugu.
Bíllinn var vel búinn pínulitlum ryðbólum, mjög mikið á húddi, eitthvað eftir steinkast þó, en einnig á sílsum og hurðum.
Annars er komið um ár síðan ég keyrði hann, en ég man að aðallega tvennt sem gaf næga ástæðu til að ég keypti ekki Vectru, óháð þessu eintaki, var sjálfskiptingin og framrúðan.
Ég ók einnig 1.6l ’00 bsk bíl, og líkaði ágætlega. Fannst vélin þó fulllítil fyrir bílinn, but that´s just me.
Eitt þó með eintakið sem þú ert að skoða, er búið að skipta um tímareim?
Gangi þér annars vel í bílaviðskiptunum,
Kv. Gummi<br><br>“Maður er ekki ”efnaður“ fyrr en maður notar bara 5000kalla og hendir 1000köllunum í krukku eins og klinki!” Ég