Þetta er ‘76 eða ’77 Series II XJC sem er knúinn af útboraðri 5.7l V12 vél (5.3 venjulega). Hún skilaði 550 hestum við 8000 snúninga. Hvernig ætli sá söngur hafi verið!!! Bremsurnar voru fyrst vatnskældar og togið var 780 pund fet en þessir bílar kepptu undir merkjum Leyland fremur en Jaguar þó kisinn kunnuglegi sæist á bílnum.
Fyrirtæki sem heitir/hét Broadspeed fékk það verkefni að breyta venjulegum XJC yfir í þessi villidýr.
Þess má geta að þessi V12 vél sem fyrirfinnst í XJ12 og XJ-S bílunum færði Jaguar nokkra sigra í Le Mans. Hún var framleidd til ‘92 og kom aftur stutt ’94 þá orðin 6 lítra og er amk einn XJ-40 bíll með henni hér á landi.
Og nú veit ég hvað ég vil í næstu afmælisgjöf:
http://www.oldclassiccar.co.uk/70_jaguarxjcbroadspeed.htm