Þetta á nú ekki við um alla bíla, en ég sé þetta allt allt of mikið. Besta dæmið finnst mér Fiat Stilo, og nýja Corollan, Fiat kom með myndir af sínum bíl langt á undan Toyota, en svo kemur þessi bíll sem er svo ótrúlega líkur Fiat frá Toyota fyrr á markaðinn. Munurinn á þeim er fáránlega lítill.
Ég get varla sagt það að flestir bílar frá Japan séu flottir, þeir koma nú nokkrir í flottari kantinum, einstaka sinnum sem þeir skera sig úr. Að nefna t.d. Evrópu í bílamálum, þar eru miklu fallegari og klassískari bílar, enda alvöru hönnun þar í gangi, t.d. sérðu gegnum Ferrari, Lamborghini, og Alfa Romeo að ítalinn kann sig þegar kemur að hönnun. Japaninn stendur honum langt að baki í þeim málum. <br><br><font color=“#808080”>Hlynur [<a href="mailto:HlynurHS@hotmail.com">E-mail</a>]
</font
Ég sé nú ekki alveg hvað er líkt með Stilo og Corolla…
Annars er það nú merkilegt að það eru ekki bara japanir sem hanna japanska bíla, eða evrópumenn sem hanna evrópska.
Mig minnir að Zapata sem var yfirútlitshönnuður Alfa sé nú kominn til Subaru svo dæmi sé nefnt. Reyndar ætti það að sjást á næsta Legacy…
Sá sem hannaði Ferrari Enzo er einmitt japani aftur á móti.
Það má lengi velta sér upp úr hver hannaði hvað, en það flækir svo bara enn málin að mörg bílafyrirtæki hafa hönnunarstofur í öðrum löndum en heimalandinu. T.d. held ég að fallegustu Mazda bílar síðari tíma hafi flestar komið frá stúdíói Mazda í Kaliforníu, sem er merkilegt m.v. það að bandarískir bílar eru nú sjaldnast áhugaverðir útlitslega séð í dag.<br><br>-
“Ye have locked yerselves up in cages of fear–and behold, do ye now complain that ye lack FREEDOM!” Lord Omar, <i>The Epistle to the Paranoids</i>, <b>Principia Discordia</
0