Góðan daginn -
Ég er nú kominn heim eftir að hafa flakkað um Evrópu í allt sumar. Ég ákvað einn daginn að skoða mig aðeins um í Monaco. Þar labbaði ég eftir formúluhringnum að sjálfsögðu og þótti gaman að sjá gúmmitægjurnar á götunum.
Síðar um daginn ákvað ég að skoða mig aðeins um í Monte Carlo Casino. Beint fyrir utan spilavítið er Hotel Paris sem er flottasta hótelið í Monaco. Bílaflotinn sem var lagður fyrir framan þetta hótel var svo rosalegur að ég hef aldrei séð annað eins.
Ég tók því upp myndavélina og byrjaði að mynda og myndaði eins og batteríin dugðu sem var því miður ekki of lengi. Ég er búinn að setja inn eitthvað af þeim myndum sem ég tók en þær má finna hérna:
http://www.islandia.is/~nonnihj/monaco/
Hvað segiði síðan? Væruð þið ekki til í smá prufuakstur???