Ég hef enga ofurtrú á VW svona nýlega upp á bilanir. En upp á annað er ég nýbúinn að rúnta um sölurnar að leita að smábíl í þeim flokki fyrir kærustuna mína og því búinn að keyra ýmislegt á þessu reki nýlega. Poloinn var með því lakasta að mínu mati, hann er svakalega svagur, vélin toggóð en gróf (ok, hún er gróf í nánast öllum evrópsku bílunum í þessum klassa).
Nema þér hreinlega líki vel við Polo og langi í þannig þá myndi ég mæla með að leita lengra, sérstaklega þar sem þú getur fengið aðra bíla ódýrari líklega. Spurningin er alltaf hvað þú ert að hugsa um varðandi endursölu.
Hvað um það, ég myndi t.d. frekar skoða Skoda Fabia en Polo. Sama vél, undirvagn frá nýja Polo, fínn að innan og gaman að keyra. Uppáhöldin mín koma samt frá Ford, Fiesta 16v (16v vélin er frábær!) og Ka. Fiestan er kannski orðin dáldið gamaldags við hliðina á hinum en annars er helsti gallinn að hann er frekar plásslítill. Kostir eru að hann er frábær í akstri og fæst á slikk m.v. Polo. Ka er jafnvel skemmtilegri í akstri fyrir utan að vélin jafnast ekki á við 16v Fiesta. Ka virðist nokkuð hrár að innan, en það fer vel um mann og margir bílar eru vel hlaðnir. Ka hefur líka komið MJÖG vel út varðandi bilanir í Bretlandi skilst mér (<a href="
http://www.reliabilityindex.co.uk/default.html?apc=3128339010848601">
http://www.reliabilityindex.co.uk/default.html?apc=3128339010848601</a>) og ég treysti Brimborg betur en Heklu, þó það skipti þó kannski helst máli ef bíllinn er enn í ábyrgð.
Já, og kærastan endaði með að kaupa Peugeot 206 1.1 ‘02 og er yfir sig ánægð. Mér finnst fínt að keyra hann, en finnst vélin allt of máttlaus. 1.4 vélin er mun skárri, en eini bíllinn sem hér er talinn sem er með áhugaverðri vél er Fiestan með snúningsglöðu og þýðu 1.25 16v vélina. Þeir eru líka með 1.3 vél, rétt eins og Ka, en þá líkar mér Ka betur. Ka vélin er toggóð og kannski ekki merkileg, en síður grófari en 1.4 vélarnar í öllum hinum.
Jæja, þetta varð aðeins lengra en til stóð… Ó! Það skaðar ekki heldur að kíkja á Opel Corsa. Þeir gætu komið á óvart, en bara nýja gerðin. Sú eldri kemur bara á óvart á þá vegu að maður trúir ekki að fyrirtæki af stærðargráðu GM geti látið svo slæman bíl frá sér.<br><br>“With the Cayenne Porsche owns ugly - has taken it places BMW’s Chris Bangle only dreams about.” - David Vivian, Autocar, 6. ágúst 2003.