Fyrir 1-1.5 millu gæti maður keypt allan heiminn ef hann má vera orðinn 5 ára. Ég tala ekki um ef þú myndir sætta þig við eldri eðalvagna.
Ég er að komast á þá skoðun nefnilega eftir að skoða mikið á sölum að frekar en kaupa venjulegan nýlegan fólksbíl myndi ég reyna að fá mér aðeins eldri “eðalvagn”. Þeir virðast eldast betur.
En, þetta var ekki svarið sem var beðið um. Smekkur er misjafn og ég veit ekki hvaða kröfur þú hefur. Með þennan pening myndi ég sterklega skoða <b>Toyota MR2</b> ef bíllinn má vera 2 sæta og með litlu farangursplássi. Ég væri hissa ef það eru ekki einhverjir á sölu og þessir bílar virðast almennt lítið eknir og þú ættir að geta náð í 2-3 ára bíl fyrir minna en 1,5. Það skaðar ekki að haustið er að koma, menn ættu að verða meira desperate að selja blæjubíl núna.
Ef það er sportsmábíll sem þú vilt þá er ég alltaf að sjá <b>Citroën Saxo VTS</b> á sölum. Þeir eru kannski “bara” 120 hestar en undir tonninu og í beina línu ættu þeir ekki að vera ólíkir Civic VTi. Þeir eru bara skemmtilegri á fleiri vegu og örugglega massa snöggir. Þarf kannski smá hugrekki, þetta er dáldið dót, en vinur minn hefur nú samt átt VTR algerlega vandræðalaust í 1 eða 2 ár.
Úff, úrvalið er bara nokkuð stórt. Ég veit ekki hvort <b>Impreza Turbo</b> eða <b>Fiat Coupe Turbo</b> eru að komast á þetta verðbil, en ég er mjög spenntur fyrir þeim síðari, hef bara ekki keyrt hann. Imprezan er góð, en bara ef þú botnar hana út um allt… <b>Toyota Celica</b> er ekki slæm, en líklega eitthvað skemmtilegra að hafa fyrir peninginn (tvær Toyotur, hvað er að gerast?!)
<b>Peugeot 206XSi</b> kostuðu um 1,5 nýjir 2002 og ættu að vera mun ódýrari notaðir. Það virðast allir vilja Yaris T-Sport, en Peugeotinn er miklu skemmtilegri og meira sjarmerandi, ef ekki betur byggður… Vélin er kannski bara 110 hestar en ótrúlega ljúf og skemmtileg. Líklega betri alhliða bíll en Saxo, sem er mjög þröngur, en Saxoinn er auðvitað þónokkuð sneggri.
Ef þú ert sjóndapur og ekki að pæla í endursölu gæti <b>Hyundai Coupe</b> alveg gert þig glaðan. Upprunalegu (þá á ég við Coupe, ekki Scoupe) voru bara nokkuð skemmtilegir, seinni gerðin var víst betri en jafnvel ljótari. Mig grunar að Chris Bangle og Haarm Lagay hafi hannað hann saman… Hvað um það þá er eitthvað til af þessu og þeir virðast nógu illseljanlegir til að það sé hægt að svívirða þá sem vilja selja.
Ef aflið er ekki höfuðatriði er leitun að skemmtilegri bíl en <b>Ford Puma</b>. Því miður eru allir nema einn hér á landinu, að ég held, með 1.4 vél sem er of gróf, snúningslöt og afllítil (90 hö) fyrir svona stórfenglega góðan bíl. Þessi eini er með 1.7 vél og var nýlega á sölu en seldur að ég held. Með 1.4 vélinni var Puma samt skemmtilegasti framdrifsbíll sem ég hef ekið og bara með skemmtilegustu bílum almennt! Þú ættir líka að sleppa með vel undir millu fyrir þessa bíla.
Ef afl er málið gætirðu skoðað t.d. <b>Chevy Camaro</b>. Ca. 300hö V8 ætti að fást léttilega fyrir þennan pening, en ég er ekki alveg viss um hvaða árgerð. Mig grunar (nú mun einhver mótmæla) að þetta séu ekki mjög fágaðir bílar og aksturseiginleikar séu ekki í sérflokki. En hvað varðar kraft fyrir peninginn skaðar ekki að skoða þetta og sjá hvernig manni líkar.
Og aftur, ef þú ert hugrakkur er <b>Alfa Romeo 156</b> mjög áhugaverður. Ég hef ekki keyrt þá, en þeir hafa fengið mjög góða dóma og seldir hér á Bónusprís. bebecar átti 1.6 bíl og bar honum MJÖG góða söguna, en margir hafa kvartað yfir áreiðanleika og nánast allir yfir umboðinu, því miður. En, ef hugrekki er málið þá eru þeir ákaflega fallegir og 2.0l bílarnir sem nóg er af eru 150 hestar og sprækir eftir því. Mig grunar að þeir hafi betri aksturseiginleika en framþungu V6 bílarnir en V6 vélin er samt víst alveg brilliant. Höfuðatriði með þessa að finna toppeintak, en sem betur fer virðist vera úrval. M.v. sögur af umboði myndi ég ekki setja fyrir mér að bíllinn væri ekki í ábyrgð. Muna bara að tékka reglulega á olíunni!
Ég er ábyggilega að gleyma mörgum bílum, en það allt í lagi, aðrir munu láta í sér heyra! En einn að lokum sem er mjög góður ef aflið þarf ekki að vera meira en þokkalegt og það er <b>Ford Focus</b>. Það er frábært að keyra þessa bíla, þeir hafa fengið topp dóma og einkannir úr áreiðanleikakönnunum. Endursöluverð er hátt þannig að þeir kosta, en í staðinn ætti að vera ekki of erfitt að selja hann aftur. Ef um nýjan bíl væri að ræða myndi ég bara taka 3d 1.6 Trend, því 2.0l vélin er ekki mismunarins virði, en í notuðum er munurinn varla til að tala um. Og fyrst ég minnist á Focus, af hverju ekki bara <b>Peugeot 306XS</b>? Mér finnst meira gaman að keyra þá en vélin er ekki jafn fáguð og gæði í öðrum flokki því miður. En þetta er laglegir bílar finnst mér og ættu að vera vel undir milljón.
Nú er ég búinn að skrifa allt of mikið um allt of fáa bíla, en langar samt að skjóta að hvað ég myndi gera. Puman er snilld, en vélin plagar mig og ef þessi peningur er til staðar (og krafan að bíllinn sé nýlegur) væri ég ábyggilega að skoða Toyota MR2. EN, það er eitt sem ég er ekki spenntur fyrir í MR2 og það er vélin aftur. Þess vegna er kannski málið að vera dáldið brjálaður (þú verður að rannsaka hvernig er að eiga suma af þessum bílum áður en þú lætur vaða, en best að finna hvað þú vilt fyrst) og fara að leita að Alfa 156. Eftir 12 tíma vakt og einn bjór er það það sem mig langar að gera, finna góðan 156 2.0 Twin Spark (TS) með búnaði sem mér líkar og í topp standi og prófa að eiga ítalskan. Skaðar ekki að hann tekur fimm og farangur… Passaðu þig á Selespeed skiptingunum, líklega endist nýja brumið ekki lengi og viðhaldið eykst ábyggilega til muna. Ef þú ert sérdeilis brjálaður (eins og ég er væntanlega orðinn) væri hugsanlega draumurinn að finna beinskiptann Sportwagon með 2.5l V6. Auka þunginn af skutnum gæti hugsanlega lagað eiginleikana… Mmmmmm, Alfa V6 ;)
En ef þú rekst á góðan Fiat Coupe Turbo meðan þú ert að leita að Ölfu held ég að það væri toppurinn - ef hann er á verði við hæfi.<br><br>“With the Cayenne Porsche owns ugly - has taken it places BMW's Chris Bangle only dreams about.” - David Vivian, Autocar, 6. ágúst 2003.