Mjög gott er að hafa bifvélina í gangi, en þú greinir það með örítlum víbring og hljóði, ásamt því að þú finnur skrítna lykt úr pústinu. Því næst er að setjast undir stýri, og þá oftast í sætið en ekki á gólfið. Þá gætir þú sem dæmi tekið bílinn úr gír, en það er gert með því að kúpla, en kúplingspedallinn er lengst til vinstri, og færa gírstöngina þar til hún er frjáls. Þegar því er lokið gætir þú þensluforvitni einstaklingur, fært hægri fótinn á pedalann lengst til hægri og ýtt honum niður með frekar litlu afli þannig að sviti ætti ekki að myndast.
Nú ef þú vilt gera þetta á ferð þá væri náttúrulega best að gera þetta á hinni margrómuðu Kvartmílubraut, en hana má finna rétt hjá álverinu í Straumsvík. Kúplaðu frá og ýttu örlítið á bensíngjöfina (mundu, lengst til hægri) og þá ætti snúningshraðamælirinn að lyftast upp og þegar komið er í góðan snúning (3000-4000 snúninga) þá skaltu sleppa kúplingspedalanum (lengst til vinstri, manstu) og úbbassí bíllinn fer af stað. Næsta mál á dagskrá er að skipta um gír. Þetta reynist vandasamt fyrir suma. Það sem þú þarft að gera er að kúpla frá og færa gírstöngina með höndunum. EKKI FARA Á TAUGUM! Þetta lærist! Skipta skal um gír með reglulegu millibili í háum snúning.
Þá er þessari kennslustund lokið og ég óska ykkur góðs gengis í umferðinni.<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>
<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://jonkorn.tk“>Hin síðan!</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font