…gert mig jafn lítið spenntan.
Fór á heimasíðu <a href="http://www.bugatti-cars.com/bugatti/index.html“>Bugatti</a> og skoðaði þar allt um Veyron 16/4 og held eftir það að Volkswagen Audi Group geri sér ekki grein fyrir að það er frekar eins og að þeir séu að skrumskæla Bugatti merkið en að vekja það til lífsins aftur.
Það sem heillaði mig mest við bílinn var gírkassinn, s.k. ”dual-clutch“ kassi, en þökkum VAG fyrir að við fáum herlegheitin fyrst í Audi TT V6 3.2 en ekki í ”tæknihlaðna“ Bugatti Veyron.
Þeir nota 8 lítra og 4 túrbínur til að búa til 1001 hestafla bíl og þrátt fyrir einungis tvö sæti er hann 4,5 m. á lengd og ekkert sérstaklega lár eða rennilegur á að líta.
Það er kannski klisjukennt að bera hann alltaf saman við McLaren F1, en ef Bugatti Veyron á að verða kallaður ”ultimate“ ofurbíll endar hann með að að þurfa að vera borinn saman við F1 og Enzo m.a.
W16 vélin í Veyron er ákaflega stutt m.v. strokkafjölda og mér sýnist að gírkassinn verði fyrir framan vélina líkt og í Lamborghini Diablo t.d. McLaren F1 er með V12 vél, gírkassan aftan á henni (ekkert aldrif) og er 4,2 metrar með þrjú sæti (sem er reyndar kostur upp á að pakka vélbúnaði hagkvæmlega) á meðan Veyron er 4,5 m. Veyron er í ofanálag 2 metrar á breidd víst!
Þetta ”tækniundur“ er síðan heil 1600 kíló, eða álíka og ”venjulegur" Lamborghini Murcielago, sem er líka með aldrifi. Vissulega þarf sterka byggingu til að þola þessi 400 aukahestöfl eða svo, en hvernig ætli Lambo Murcielago yrði með 1000 hesta?<br><br>-
<i>Horsepower on its own is absolutely nothing.</i> - Gordon Murray