Ég keyrði svona bíl, kunningi minn átti hann. Hann var reyndar 93 model ef ég man rétt, en með sömu vél, 3ja dyra. Keypti hann áður en hann fékk prófið, mamma hans var á honum þangað til stóri dagurinn rann upp og ég get sagt þér það, að bíllinn byrjaði að bila, kúplingin fór, hitt og þetta, og það var ekki aftur snúið. Bílnum var ekki ekið eftir að hann fékk prófið. En í sambandi við bílinn sjálfan, þá man ég að mér fannst vélin nokkuð spræk, fínt að keyra bílinn. Ekkert út á það að setja, þannig lagað. Það eru reyndar rúm 3 ár síðan ég keyrði hann, en ég mundi ekki versla svona bíl, m.t.t. bilana nema fá hann á hlægilegu verði… eitthvað undir 100k. En ef þú þekkir einhvern á partasölu og ert slunginn að gera við, þá er þetta sjálfsagt fínn bíll. Nú svo gætiru verið mjög heppinn með eintak. Það á auðvitað ekki að dæma eftir einum bíl.
Hvernig bíl ert þú að skoða? Hvað er sett á hann?
Kv. Gummi<br><br>“Maður er ekki ”efnaður“ fyrr en maður notar bara 5000kalla og hendir 1000köllunum í krukku eins og klinki!” Ég