Sælir bílahugarar,
Ég var orðinn hundleiður á hvað síða áhugamálsins var orðin plássfrek og ákvað að taka fram hnífinn. Ég henti burtu veggfóðrum og myndbandsbrotunum og minnkaði nokkra kubba svo það er eingöngu hægt að nálgast þá frá valmyndinni efst til vinstri undir egóslánni (væri gaman að vita nafnið á þeirri valmynd…)
Það er orðið mun rýmra á áhugamálinu eftir þetta og ég held að það sem fékk að fara hafi ekki verið notað af mörgum og auðvelt að nálgast það annars staðar. Það efni sem hefur ekki lengur kubb, en er ennþá aðgengilegt, var alls ekki nógu líflegt í augnablikinu, en hvernig áframhaldið er verður svo bara skoðað.
Með því að rýma til er verið að opna fyrir nýjum hlutum á áhugamálinu, því það komst satt best að segja varla neitt fyrir hér! Ég vinn sjálfur með 19" skjá í hárri upplausn og það var meira en nóg skroll fyrir mig. Get ekki ýmindað mér hvernig fólk sem kannski kýs 800x600 upplausn eða notar fartölvur hefur fundist þetta.
Hvað um það, þá munu einhverjir nýjir kubbar líklega birtast bráðlega, en mig langar líka endilega til að heyra hvað ykkur finnst um breytingarnar og hvort þið hafið einhverjar óskir sem ég get platað hina adminana til að vinna í? ;)
Bestu kveðjur,
Mal3<br><br>-
<i>Horsepower on its own is absolutely nothing.</i> - Gordon Murray