Vatns innspíting hefur í áratugi verið þekkt sem aðferð til þess að minnka brunahita og minnka forkveikingu, hreinsar einnig vélarnar að innan. Í seinni heimsstyrjöldinni voru flugvélar með túrbínur og blásara sem notuðu vatns innspýtingu til þess að geta notað meira boost þegar þarf að gefa allt í botn (flugtak og neyðartilfelli)
Einnig kælir vatns innspýtingin loftið sem fer inná vél.
Vatnið tekur ekki mikið pláss í brunarýminu enda er þetta svo svakalega lítið magn, brunahraðinn minnkar við þetta líka þannig að minna reynir á stimpla og þessháttar.
Hvað bensínsparnaðinn varðar veit ég ekki hvaða gagn þetta gerir í cruise. Hinsvegar sparar þetta gífurlegt bensínmagn á túrbó bílum því það þarf ekki að nota eins sterka blöndu til þess að halda hitanum niðri.<br><br>–
N/A kraftur, hvað er nú það?