Ég pældi svolítið í þessu orðalagi. Það má lesa tvennt úr þessu:

1) Hefur þú reynt að brjóta, í merkingunni reynsla, þ.e. hefur þú lent í því að brjóta gírkassa. Þessu verð ég að svara játandi.

2) Hefur þú reynt að brjóta, þ.e. að hafa haft það markmið að brjóta hann.

Ég held að það séu ekki margir sem viljandi reyna að brjóta gírkassa. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér að menn geri svoleiðis viljandi, þar sem að það kostar alltaf eitthvað að gera við það og er þar að auki hundleiðinlegt að vinna við þetta.

En, menn hafa víst mismunandi áhugamál :/

JHG