Sæll Gulag, nú veit ég ekki hvort þú hefur nokkurn tímann stjórnað ökutæki sem er stærra/þyngra en fólksbíll. En svona til fróðleiks þá má slá inn nokkrar tölur til að gera sér grein fyrir þyngd 30 manna rútu.
Meðal maður er skilgreindur sem 80 kg, 30*80 gera 2400 kg, eða 2,4 tonn sem er álíka og stór fólksbíll. Þessi þyngd er í svipaðri hæð, og toppurinn á meðal fólksbíl, það að þyngdin liggur ofar veldur því að ökutækið er mun valtara en venjulegur fólksbíl. Á móti kemur reyndar að rútur eru breiðari, og lengri en fólksbílar, en það er samt mikill munur á því hversu svagari rúta er heldur en fólksbíll.
Þegar myndir af rútunni eru skoðaðar, þá sýnist mér einnig að þessi rúta sé gömul og á fjöðrum. Eins og þeir vita sem hafa keyrt bíla með fjöðrum, þá eru þeir ákaflega vara samir þegar það er snarbeygt á víxl til hægri og vinstri eins og í þessu tilviki.
Samkvæmt lýsingum, þá er rútunni beygt snökkt til hægri, við það leitar þungi rútunnnar til vinstri, og þrýstir á fjaðrirnar vinstra megin, svo þær bogna niður (líklega mest á vinstra framhorni rútunnar, þar sem hún stefndi niður brekku), þegar rútunni er svo snögg beygt til vinstri upp á veginn aftur (þar sem vegkanturinn er að gefa sig), þá færist þunginn í rútunni yfir til hægri, en nú með auknu afli, þar sem fjaðrirnar vinstra megin voru spenntar niður, en fjaðra nú upp og auka á álagið á fjaðrirnar hægra megin sem gefa enn meira eftir, svo rútan mun hallast meira til hægri. Nú er kominn upp vítahringur sem erfitt er að ná sér úr. Fjaðrirnar magna upp beygjuhreyfingarnar og gera bílstjóranum erfiðara fyrir að ná stjórn á bílnum, auk þess er rútan á leið niður brekku sem hjálpar ekki til.
Þegar bílstjórinn tekur svo þriðju og seinustu beygjuna, til að forðast að lenda í gilinu, er sveiflan á rútunni orðin það mikil að hún fer yfir stöðugleika punktinn, sem veldur því að hún leggst á hliðina, og rennur af stað niður hlíðina.
Þar sem hún veltur á malarvegi, þá virkar mölin eins og mörg hjól undir rútunni, og hún rúllar á steinunum. Það að hún renni aðeins 17 metra þykir mér sýna að rútan getur ekki hafa verið á mikilli ferð, þegar hún veltur.
Fullhlaðin hlýtur rútan að vega minnst tíu tonn (þetta er frekar oflítið en hitt), það er því gríðar mikill kraftur sem leysist úr læðingi, bara við það að rútan leggst á hliðina þversum á veginn, því væri óeðlilegt að rútan rynni ekkert, þó hún hefði verið kyrrstæð þegar hún lagðist á hliðina.
Að lokum vil ég benda efasemdarmönnum á það að í öllum rútum er svokallaður ökuriti (stundum nefnt kjaftakerling). Ökuriti skráir samviskulega hversu lengi keyrt er og hversu hratt, og sýnir einnig hraðabreytingar. Ef rútan hefði verið á óeðlilegum hraða, þá hefði það strax sést á ökuritanum.
Bestu kveðjur habe
ég geri mér þokkalega grein fyrir þessu öllu habe, einnig ökuritanum, en athugaðu að rútan fór fyrst út af veginum, svo inn á hann aftur,, og þá var henni velt, (viljandi að sögn) segjum að hann hafi verið á 30km hraða, er þá líklegt að honum hefði tekist þetta allt? þ.e. fara út af, upp á veginn aftur og velta svo græjunni? og þar að auki renna þessa vegalengd?
bara það að fara út af veginum og upp á hann aftur hlýtur að hafa hægt verulega á rútunni myndi ég telja,..
ég er ekkert að halda því fram að hann hafi verið á neinum sviptingarhraða, heldur á of miklum hraða miðað við aðstæður, mér finnst það eiginlega segja sig sjálft sbr. afleiðingarnar..
ég hef á tilfinningunni að hann hafi verið að koma yfir blindhæð, á kannski 70-80km hraða, ekki séð jeppann fyrr en of seint og panikkað, ergo,, of mikill hraði miðað við aðstæður.. og það að bílstjórinn hafi ekki skikkað farþegana í belti finnst mér ekki bera vott um ábyrgðafullan ökumann, er það ekki hans ábyrgð að farþegarnir séu spenntir?<br><br><b><font color=“red”>Speed is just a question of money. How fast can you go?</b></font
0
En þér dettur ekki í hug að jeppinn hafi hugsanlega keyrt á miðjum veginum?
Ég hef margsinnis orðið vitni að slíku, og margsinnis séð bíla neydda út í kant því ökumanni jeppans finnst hann ekki komast lengra út í kant.
<br><br>“They cost the same as ugly ones’” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…
0
jú jú, mjög líklega hefur hann gert það, en það afsakar ekki að rútan hafi þurft að keyra útaf vegna þess er það?<br><br><b><font color=“red”>Speed is just a question of money. How fast can you go?</b></font
0
Hugsanlega getur það gert það. Þetta skýrist væntanlega ekki fyrr en bílstjóri bílsins gefur sig fram.<br><br>“They cost the same as ugly ones’” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…
0