Ég myndi giska á að hvaða bíll sem á annað borð hefur kambás(a) geti fengið “heitan” ás. En ég ætla líka að giska á að það sé ansi teygjanlegt hvort einn ás sé heitari en annar.
Það er ólíklegt að heitur ás skemmi vélina, en hugsanlega gæti álag á henni orðið meira. Aðallega gæti heitari ás gert vélina óþægilegri í daglegum akstri, þar sem heitur ás, held ég, miðar oftar en ekki á að hámarka afköstin á meiri snúning, oft á kostnað lág- og miðjutogs.
Ef þú ert að hugsa um að setja heitari ás á vélina hjá þér er örugglega vert að velta fyrir sér hvað það er sem þú vilt ná fram með því og hvort að heitari ás þurfi kannski einhverjar meiri breytingar á vélbúnaði til að skila sínu besta. Og auðvitað er mál að athuga aðra möguleika líka til að sjá hvað skilar mestu afli skv. óskum m.v. verð.<br><br>-
Life's too short for bad beer and boring cars.