Sæll,
Ef þetta er bara ein rauf sem er skemmd ættir þú að geta lagað þetta sjálfur, það sem þú þarft að gera er að klippa ( sumir láta næga að sjóða beint í gatið enn það virakr ekki vel að mínu mati ) í sundur “rörið” og beygja endana saman ( kremja þá ) síðan tekur þú Kósangas-hitara ( brennari ) og for hitar rörinn vel, tekur svo tin ( færð það í flestum suðuverslunum, það er ekki gott að nota þetta venjuleg rafmagns tin ) og setur ofaní og utan um rörinn, þá ætti þetta að vera þétt.
Ef þú ert að spá í að nota vatnakassa þétti..EKKI… það er bara bráðabirgðar lausn, og getur skemmt miðstöðvar elementið.
Svo er eflaust þægilegasta lausnin að fara bara með kassan í viðgerð, Bílþjónnin á smiðjuvegi ( gamli vatnskassalagerinn ) er sanngjarn á verðum og er snöggur að redda manni, einnig er Grettir vatnskassa viðgerðir ágætir.
Kv.
Dragon