Bebecar var að velta því fyrir sér hér fyrir neðan afhverju enginn hefði flutt inn Caterham. Það er ekki spurning að þú færð mikin kraft og “handling” fyrir peninganna, en ekki kanski mikinn bíl.

Ég held að þeir sem eigi peninga fyrir svona tæki og (og miða þá við að sá ódýrasti myndi kosta um 1.8 milljón gróflega reiknað) finnist hann ekki nógu töff. Án þess að hafa séð svona bíll í raun verður seint sagt að þeir séu fallegir og þeir segja ekki við þá sem sjá hann : “Horfðu á mig, ég hef efni á flottum bíl.” Þetta er t.d. munurinn á Z3 og Chaterham. Flestir mundu taka Z3 þótt Chaterhaminn færi hringi í kringum hann.
Þetta kynni að breytast ef einhverntíma kæmi hér keppnisbraut en þangað til held ég að við verðum að bíða. Ég efast alla vega um að ég geti labbað niður í Glitni og beðið um bílalán til að flytja einn inn,