Nú ætla ég algerlega að sleppa því að gera grín að hugmyndum þínum um að opna Lambo/Ferrari umboð á Íslandi. Það vakna ýmsar spurningar, en mér dettur nú í hug að snjall maður gæti alveg látið þetta ganga upp. Ég á samt erfitt með að sjá fyrir mér Lambo og Ferrari á sömu hendi, gömlu erkifjendurnir :)
Mér þætti samt mun áhugaverðara að koma með Lotus umboð hingað. Ef vel væri að verki staðið ætti að vera hægt að selja nokkra Elise hér, enda verðið ekkert gríðarlegt á þeim í UK.
Það er spurning hvernig ES reglur munu hafa áhrif á það að stofna umboð sem myndi sérhæfa sig í innflutningi á sérstökum bílum, sama hvaða merki þeir eru frá. Væri það ekki alveg jafn sniðugt? Setja upp umboð sem myndi sjá um svona?<br><br><b>Peter Dron skrifaði:</b><br><hr><i>“I have judged cars prematurely, as either beautiful or ugly, at motor shows, and then later changed my opinion, for better or worse.” - Evo #47</i><br><h