Jæja, ég fór á Ferrari.is og vonaðist til þess að eitthvað hefði gerst á þessum ófáu mánuðum sem ég hef ekki farið á síðuna. Þessi síða er ekkert til að vera stolltur af, hvenær uppfæra menn þetta eiginlega. Og svo er t.d. spjall á þessu, en það virkar ekki linkurinn fyrir það (sem þýðir líklegast að það sé ekki til), bara umræður á bmwkraftur.is halda mér þar inni alveg hreint, en þær eru bara ekki á Ferrari.is, það vantar það stórlega, ég sendi þeim email fyrir löngu og svarið hefur enn ekki borist. Ég persónulega væri hæfari til að sjá um þessa síðu en hinir gaurarnir sem gera það núna.

Þessi síða inniheldur örfáar myndir, mestalagi 5 greinar um bíla. Og ekkert meira, damn it. Þetta er bara ljótt að vanrækja þetta, þetta sem gæti verið mjög líflegt, þar sem það er alveg grundvöllur fyrir umræðum á Ferrari bílum hér á landi.<br><br><font color=“#808080”>Hlynur [<a href="mailto:HlynurHS@hotmail.com">E-mail</a>]

</font