Ég er á Corollu '98 með 1600 vél. Undanfarið hefur hún verið að eyða ansi miklu bensíni og mun meira en eðlilegt gæti talist.
Auk þess er farið að koma dularfullt hljóð þegar snúningshraðamælirinn sýnir ca 2700-3000 snúninga. Þetta er ekki hátt hljóð en nægilega þó til að ég heyri það. Það er erfitt fyrir mig til að lýsa þessu hljóði öðruvísi en að það er eins og eitthvað þarfnist smurningar. Athugið þó að ég er ekki að þjösnast á bílnum, þetta er bíll fjölskyldunar svo að ég fer að ég held vel með hann.
En málið með titilinn á korkinum er hvort að það hjálpi eitthvað bílnum að fá svona K&N loftsíu. Þá er ég aðallega að hugsa út í loftflæði og minni bensíneyðslu, mér er nokk sama um auka kraft ef það er einhver.
Svo fer ég með bílinn í stillingu eftir helgi, þannig að ég er ekki að hugsa um loftsíuna sem það eina sem þarf að gera.