Ég veit um ´98 Octaviu ekna yfir 130þús.km. Það sem hefur farið í henni er eitt sett af bremsuklossum, gormur h/m framan, samlæsingarnar biluðu(virkuðu bara í gegnum afturhlera), númeraljósin að aftan duttu inn í afturhlerann, rúðuþurrkustöng beyglaðist þegar hún var á niðurleið og mætti flutningabíl á þjóðveginum og svo er veghæð fremur lítil og hann var rekinn uppundir þannig að það kom sprunga á pönnuna.
Þessi bíll hefur aldrei farið í þjónustuskoðanir og það hefur verið skipt um olíu heima í bílskúr. Samkvæmt útreikningum eiganda er hann búinn að spara sér upp í nýja vél með því að fara ekki í þjónustuskoðanir, en þær kosta frá 7þúsund upp í um 40þúsund.
Bíllinn er mjög sparneytinn og mér finnst gott að keyra hann, og sætin í honum eru fín, þó mér finnist innréttingin fremur hrá.
Þetta er það eina sem ég veit um Octaviu, þessi bíll er með 1600 vél, en ég hef ekki ekið RS bíl. Vona að þessar upplýsingar sem passa þó ekki við spurningu þína gagnist þér og öðrum lesendum að einhverju marki. Auðvitað getur eitthvað af atriðunum sem klikkuðu í þessum bíl verið einsdæmi og ekki ber að dæma Octaviu eftir því. Auk þess eru Skoda menn búnir að breyta bílnum að einhverju marki, þó helst útlitslega.
Kv. Guðmundur S.<br><br>“Maður er ekki ”efnaður“ fyrr en maður notar bara 5000kalla og hendir 1000köllunum í krukku eins og klinki!” Ég