Jæja, í fyrsta skipta ætlar KK að vera með flokk 2000cc og minna í keppni.
Þetta verður EKKI Bracket flokkur.
Heldur bara tími. Eindrifs 2000cc eða minna og ekkert turbo né nitro!

Málið er að það vantar keppendur!!!
Verða að vera lámark 6 til að þetta verði!

Vissi bara til þess að það væru 2 búnir að skrá sig (Ég og Gaui) um Miðnætti, og einhverjir 3 að spá! Það er ekki nóg. Síðasti séns til að skrá sig og geta verið með er að vera mættur einhverntíma á milli 9:00-10:00 í fyrramálið. Ekki mínútu seinna enn 10:00 og þá þarftu að vera skráður meðlimur í einhvern bílaklúbb innann LÍA og þá kostar 2500 kr keppnisgjaldið! Og að skrá sig í KK er 5000 kr eða 7500kr alls ef þú hefur ekki verið skráður í neitt. Að vera meðlimur í KK gefur góða afslætti á mörgum stöðum. Þannig að ef þú ætlar þér að fara kaupa eitthvað í bílinn, þá á þetta eftir að borga sig fljótt upp.

Verð bara að segja að ég er dálítið fúll að það séu ekki fleyri búnir að skrá sig. Allavega miðað við áhugann á æfingum. 5000 kall er ekki það mikið ef þú ferð að pæla í því, það er sama og einn tölvuleikur, eða eina bensínáfylling, eða 5 sinnum í gegnum kvalfjarðargöngin eða 6,666666666…..7 sinnum í bíó! Æ, ég meina það er ekki það mikið og svo lækkuðu þeir keppnisgjald úr 4000kr í 2500kr!!!!

Ég meina þetta er það sem menn eru búnir að vera bíða eftir og svo loksins kemst þetta í gegn og þá skráir sig enginn - ég verð bara að lýsa því hér að ég var ekkert smá fúll í kvöld þegar ég var að skrá mig, var að skrá mig um 23:00 og þá sagði gaurinn að ég væri fyrsti aðili til að skrá mig!

Þó ég hafi verið búinn að skrá mig þá fattaði ég allt í einu að það getur verið að ég geti ekki verið með - algjör bömmer. Enn ég ætla samt að mæta á morgun og borga og verð þá bara að fara ef svo ber undir.

Sjáumst niðri á kvartmílubraut í fyrramálið.

Kveðja
Svessi