Ég er nú enn á þeirri línu að Cayenne þurfi lýtalækni og megrunarráðgjafa og það styrktist eftir að ég sá hann í stálinu.
Þessi Carrera GT kostar ekki bara handlegg og fót, heldur líka nýra og einhver fleiri líffæri. Ég hef skammast yfir útlitinu á Enzo, en hann er þó a.m.k. dramatískur og eftirminnilegur. Carrera GT lítur út eins og stóri bróðir Toyota MR2 nema hvað mér líkar eiginlega betur við MR2.
Það hefur reyndar aldrei verið háttur Porsche að búa til bíla sem voru með æpandi útliti, en það var heldur aldrei háttur þeirra að búa til bíla á við Carrera GT. Þar með hafa þeir farið að keppa við bíla eins og Pagani Zonda, Ferrari Enzo og Lamborghini Murcielago. Á grundvelli útlits tapar Carrera GT.
Það er eins gott að það eigi það sama við um Carrera GT og Enzo, vafasamt útlit en frábært að keyra. Ekki að ég efist um að það verði gott að keyra hann, en ef það er ekki betra en t.d. Pagani Zonda (sem er enginn hægðarleikur) þá er Porschinn bara ekki að standa undir verðmiðanum.<br><br><b>Skrepptu í saumaklúbb.
Með þessum bleiku rauðsokkum.
Þá fæ ég frið til að skemmta mér.
Með fínu fólki og Fræbbblunum.</