Það að “replacement” K&N sæia sé að gefa einhverja hrúgu af afli er goðsögn. Jú, hún er betri en venjuleg sía, en ég stórefast um að hún gefi einhver hestöfl sem er hægt að telja í meðal mótor.
Ég setti sjálfur K&N í stað venjulegrar síu í Mazda MX-5. Þessi bíll er með 1.8l DOHC mótor, ca. 128 hestöfl. Ég tók eftir því að vélin virtist snúast léttar fyrir vikið þótt það væri varla að tala um finnanlegan mun á hröðun. Samt, þetta var vel þess virði bæði upp á vélarhegðun og fyrir þá staðreynd að þurfa ekki að kaupa síu aftur.
Ef verið er að tala um K&N cone filter gætum við verið að tala um einhver hestöfl. Ef þau eru orðin um eða yfir 10 hefurðu líklegast verið með þeim mun öflugri mótor sem vantaði mikið upp á öndunina held ég.
Það eru engar galdralausnir í þessum efnum.<br><br><b><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>I'm feeling supersonic, give me gin and tonic</i><br><hr></