Rúnar og Baldur á Subaru unnu aðra umferð íslandsmótsins í ralli um helgina eftir harða baráttu við Sigurð Braga og Ísak á Metro með 9 sekúndna mun.
Fyrstu umferð lauk með 13 sekúndna mun á milli þessara áhafna svo munurinn minnkar og má reikna með að baráttan eigi eftir að verða meiri þegar líður á, næsta keppni verður í nágrenni Sauðárkróks og verður spennandi að sjá hvort þeir Metromenn nái sigri þar.
Í þriðja sæti lentu þeir félagar Guðmundur og Jón á Subaru.
Í 2000cc flokki sigruðu þeir Hlöðver og Halldór á Toyotu 34 sekúndum á undan Daníel og Sunnevu á Hondu sem kláruðu í rólegheitum sökum þess að fjöðrunarbúnaður var skemmdur, þriðji í 2000cc flokkinum voru þeir Guðmundur og Borgar á Renault.
13 bílar hófu keppni en 10 luku keppni.
Úrslit: Lokatími
1.Rúnar/Baldur Subaru 0:46:09
2.Sigurður Bragi/Ísak Metro 0:46:18
3.Guðmundur/Jón Subaru 0:52:09
4.Hlöðver/Halldór Toyota 0:53:34
5.Daníel/Sunneva Honda 0:54:08
6.Sighvatur/Úlfar Cherokee 0:53:12
7.Ingólfur/Kolbeinn Suzuki 0:59:44
8.Ingvar/Jón Toyota 1:00:14
9.Sigurður/Elsa Toyota 1:07:02
10.Guðmundur/Borgar Renault 1:11:18
11.Þorsteinn/Þórður luku engri leið/gírkassi
12.Kristinn/Jóhannes luku 1 leið/útaf/brutu dekk
13.Þorsteinn/Witek luku 3 leiðum/bilaði gírkassi