Það er erfitt að bilanagreina bílinn í gegnum netið.
Þú ættir að byrja á að fá þér þjöppumæli og mæla alla strokkana. Strokkarnir ættu að vera svipaðir (ekki meira en 10-20% munur á hæsta og lægsta). Ef einhver þjappar ekki (fékk einu sinni 0 á einum :( ) þá er vandamálið tengt honum (brotinn ventill, hringur eða þessháttar).
Ef vélin sjálf er í lagi þá myndi ég athuga loft/bensín/neisti.
Neisti:
Taktu kerti úr og startaðu (verður að gera svolítið myrkur til að sjá vel). Ef það kemur neisti þá er það frá, ef ekki þá er vandamálið fundið. Ekki er vitlaust að setja tímaljós á hann og athuga hvort tíminn sé réttur (er nokkur hætta á að hann hafi hlaupið á tíma, gömul tímareim?). Ef hann er verri þegar hann er heitur þá gæti háspennukeflið verið orðið lélegt.
Loft:
Stífluð loftsía ætti ekki að hafa svona drastískar afleiðingar en getur samt haft mikil áhrif. Kíktu samt á lofthreinsaranna og skiptu honum út (eða þrífa hann ef K&N) ef hann er gamall og skítugur.
Bensín:
Í sambandi við bensínflæðið þá er líklegt að þetta tengist bensíndælu, spíssum (gerðist skyndilega og er því ólíklegt) eða skynjurum. Ef t.d. TPS (throttle position sensor) er lélegur þá fær tölvan rangar upplýsingar um hvar inngjafarspjaldið er. Ef hann er með MAF (Mass Air Flow) sensor og hann er að klikka þá fær tölvan rangar upplýsingar um loft inná vélina, og setur því ranga bensínblöndu inná hana.
Of sterk blanda (líklegt þar sem að hann sprengir útí pústi) getur valdi því að óbrunnið bensín fer útí púst og springur þar, og veldur því líka að afl minnkar (meira er ekki alltaf betra). Skynjarana er líklegast best á að láta fagmenn mæla upp.
Þó mér finnist þetta benda til of sterkrar blöndu (útaf feilpústi) þá myndi ég nú samt skoða allar hosur og leita af fölsku lofti. Þú ættir að skoða allar hosur og sprauta startspreyi á alla staði sem þér dettur í hug (með vélina í gangi) að loft gæti komist inn (stútar, hosur ofl.) en ætti ekki að komast inn. Ef gangurinn breytist þá er hann að ná að sjúga það inn (og sýgur venjulega loft þar inn).
Þetta er því ekkert einfallt, þú verður bara að leita :/
Gangi þér vel,
JHG