Ég er með gamla “druslu”, '89 MMC Sapporo,
sjálfskiptur, 2400 vél, bein innspýting.
Vélin er ekin 205þ km.

Vélin höktir hjá mér og feilpústar stundum.
Hún er líka frekar kraftlítil. Hún er bara
orðin svona nýlega. Er einhver sem gæti
bent mér á hvað er að henni?

Kertin eru ný, kertaþræðirnir líka og
kveikjulokið. Eina sem mér dettur í hug er
að kveikuhamarinn sé lélegur eða kannski
bensínsían sé að stíflast en annars veit
ég ekki svo mikið um vélar þannig að allar
hugmyndir eru vel þegnar!

Kveðja
Gústi