Þetta er ekkert skrítið. Eins og einhver benti á þá á General Motors (GM) stóran hlut í bæði Suzuki og Opel (já og Subaru, Isuzu, SAAB ofl. ofl.). GM hefur oft gert það að láta undirdeildir sínar kaupa bifreiðar hvora af annari.
Þegar Chevrolet vantaði smábíl þá skelltu þeir Chevrolet (og seinna GEO) merki á Suzuki Swift. Hugsunin er sú að einstaklingar sem eru á þeirra bílum þurfi ekki að snúa sér til annars framleiðanda til að fá bíl við sitt hæfi. Þeir vilja eðlilega hafa trygga kaupendur sem kaupa alltaf af þeim.
Ef þú kaupir vanalega Opel en þarft að fá þér Suzuki til að fá sambærilegan bíl við Wagon, þá gætir þú alveg eins leitað til annara framleiðanda. Ef þú getur hinsvegar fengið “Opel” með þessa eiginleika þá er líklegra að þú haldir tryggð við merkið og kaupir kannski “alvöru” Opel næst. GM tapar ekki á að selja Suzuki þó að Opel þurfi að kaupa bílinn af annarri deild.
JHG