Ég veit eiginlega ekki hvar á að byrja.
Ég rambaði inn til Bílheima í hinni frægu smábílaleit minni.
Settist uppí Corsuna, bara svo ég gæti sagst hafa gert það.
Ég var búin að ákveða að kaupa Nýja Polo-inn, 1.4L, comfortline, rauðan, 3 dyra, beinskiptan.
Það að setjast uppí Corsuna breytti svolítið stöðunni.
Ég hef sagt að ég myndi ekki láta sjá mig dauðan í Opel.
Það er ekki svo lengur. Ég reynsluók Opel Corsa 1.2L, beinskiptum. Hann var svolítið slappari en Polo-inn en ég hugsa að 1.4L vélin sé svipuð.
Ég var að velta hlutunum fyrir mér og ákvað að skrifa á blað hvaða atriði mér fannst vera umfram önnur á báðum bílunum.
Polo-inn hafa framyfir Corsuna:
1. Glsasahaldari í mælaborði.
2. Hægt er að draga stýri að og frá.
3. Það er meira lagt í innréttinguna.
4. Flottari í útliti.
5. Minna veghljóð
6. Betri gírskipting.
7. Betri orðstír.
8. Sennilega betra umboð.
9. Hliðarstuðningur á sætum.
10. Þægilegra stýri.
Corsan framyfir Polo-inn
1. Miklu rýmri að innan.
2. Meira fótapláss (lengra í pedala, sem hentar mér mjög vel þar sem ég er 190 cm hár).
3. Betri setstaða.
4. Stífari, skemmtilegri á veginum.
5. Skemmtilegri mælar (hraða og snúningshraðamælir).
6. betra aðgengi í aftursætin (3 dyra).
7. Einfaldari bíll, sennilega ekki eins mikið af allskonar rafeindabúnaði.
8. Virkar sterkari bíll.
9. Ódýrari aukahlutir.
Þetta eru þeir hlutir sem ég hef sett fyrir mig.
Ætli það endi ekki með því að ég taki Corsuna vegna plássleysis í Polo-inum.