jæja, er einhvað mál að hreinsa blöndung … þeas hreinsa hann með svona spreyji, eða hvernig er hægt að gera þetta ? Ég prófaði að hella svona efni útí bensínið en mér fannst það ekki virka nógu vel …
Þú getur haft vélina í gangi og spreyjað fínum úða yfir blöndunginn (látið hann soga það inn). Þú verður fyrst að fjarlæga lofthreinsarann.
Einn gamall sagði mér að hella góðum slurk ofaní hann (hafa samt alltaf í huga að vökvi þjappast ekki eins og loft og gæti valdið skemmdum ef óvarlega er farið) þangað til að vélin væri alveg að deyja og gefa þá svolítið inn. Ég gerði þetta einhverntíma og þá hvarf hverfið mitt í reyk :)
Það leysti ekki vandann þar sem að vandinn reyndist ekki tengjast óhreinindum. Bíllinn var með tvo blöndunga sem voru aldrei til friðs, endaði með að henda því og fá mér einn stórann :)
En þau efni sem eru ætluð til að hreinsa blöndunga eru yfirleitt með leiðbeiningum á. Oftast á að spreyja fínt með vélina í gangi. Ég hef heyrt frá mörgum sem hafa hreinsað sína blöndunga á þennan hátt. Ég hef blessunarlega verið með ágætis blöndunga (fyrir utan þessa tvo Stromber sullara) og hef lítið þarf að hafa áhyggjur af þeim.
Það getur verið að það sé kominn tími til að taka græjuna í sundur :/
Ég er viss um að þú færð töluvert meiri upplýsingar á www.kvartmila.is því þar eru margir snillingar í blöndungum.
ég er reyndar ekki viss hvort að þetta sé blöndungurinn … málið er bara það að greyið er varla keyranlegt, ég þarf að gefa gígantískt inn til þess að koma honum af stað án þess að hann hökti einsog kúkur í nokkrar mínutur. Það er frekar nýleg kúpling í bílnum og var að hugsa hvort gaurinn hafi kanski sett hana einhvað asnalega í …
Ég myndi byrja á að leita af fölsku lofti. Skoðaðu allar hosur, og ekki er vitlaust að sprauta startspreyji á þær og hlusta eftir hvort gangurinn breytist.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..