gdawg er sannarlega maðurinn til að tala við.
Ég held að verð séu á reiki, fáir bílar og takmarkaður markaður ættu að gera það að verkum að sérviska eiganda ásamt ástandi bíls sé mikilvægast.
Mín ráðlegging (talaðu við gdawg!) er að ákveða fyrst hvað það er sú þú vilt fá úr Mini og fræðast svo um allar gerðir bílsins og komast að því hvaða gerðir þig langar í.
Það er engin spurning hvort við höfum heyrt eitthvað gott eða vont um þessa bíla. Það eru klúbbar út um allt um þessa bíla og mál að kynnast þeim og fá að heyra alla viskuna sem kemur þaðan.
Sjálfur get ég ímyndað mér að það sé tiltölulega sársaukalaust að eiga Mini ef þú nærð þér í gott og ryðlaust eintak. Mér skilst að ryð sé mjög leiðinlegt í þessum bílum svo það er mikilvægt. Annars eru þetta einfaldir bílar sem ætti að vera tiltölulega auðvelt að gera við, drekka lítið bensín og eru ódýrir í tryggingu og gjöldum.
Því miður hef ég ekki keyrt svona bíl (hvað er málið með það? ;) ) en skilst að þeir séu MJÖG skemmtilegir og þar að auki eru þetta sjarmerandi bílar sem gleðja mig alltaf þegar ég sé þá á ferðinni. Mig grunar að það séu til ófá slæm eintök á landinu, en mig grunar líka að það séu til nokkrir sem eru MJÖG fínir.
Ég vildi að Mini hefði orðið bíll aldarinnar, bíllinn var bylting og ekkert annað.<br><br><b><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>I'm feeling supersonic, give me gin and tonic</i><br><hr></