Fyrst þetta augljósa:
*Kerti,
*kertaþræðir,
*kveikjulok,
*hamar,
*loftsía,
það væri örugglega ekki vitlaust að láta stilla bílinn, jafnvel þó bíllinn sé með innspítingu.
Ef hann er með innspítingu þá gætu hinir ýmsu skynjarar verið farnir að slappast. Þegar þeir gefa rangar upplýsingar til tölvunnar þá er ekki að sökum að spyrja. Þeir helstu sem mér dettur í hug eru:
*súrefnisskynjari (oft ráðlagt að skipta honum út á 30.000 mílum),
*TPS (throttle position sensor), gefur tölvunni til kynna hver staða inngjafarspjaldsins er
*MAF (ef innspítingin notar hann).
Flest betri verkstæði ættu að geta sagt eitthvað til um hvort skynjararnir eru að stríða þér.
En fyrst myndi ég fara að mæla hann nákvæmlega, skrá alltaf kílómetrastöðu og lítrafjölda við hver bensínkaup. Þá veistu fyrir víst ef eyðslan minnkar eða eykst.
JHG