Þessi bíll er einn af þeim svölustu BMW (Eldri gerðunum). Hann er auðvitað framleiddur í Þýskalandi. Hann er afturhjóladrifinn eins og flestir góðir sport bílar eru. Hann er um 1500kg eða 3300lbs og lengdinn er 4755mm og víddinn er 1725 og hann er um 1300mm á hæð.
Bíllinn er með 4 Cylendra DOHC vél, 3400cc slagrými og 213.3 kw / 286.0 bhp á 6500 rpm og er togið á bílnum 334.0 nm / 246.3 ft lbs á 4500 rpm. Hann er með 5 gíra skiptingu. Hámarkshraðinn er u.þ.b 260km/h og hann fer úr 0 - 60mph á 6.6 sekúndum og 0 - 100 mph á 15.7 sekúndum.
Annars er ég ekki með neitt meira spec um þennan bíl, getið séð meira á Supercars.net.
Þetta er Nr. 1 Drauma bíllinn minn núna þessa dagana og var að spá hvort það væri nokkuð til svona bíll hér í landi…
En þetta er fyrsta greininn mín hér á Bíla áhugamálinu (held ég) og ég ætla að reyna að koma með betri fljótlega… og þá náttla BMW því ég er alger BMW fan :P