Hey, COOL, sérstakur póstur til mín d;D
S. Fabia - Nú ef ég ekki prófa hann neitt ofboðslega mikið enn hann er allt í lagi, og sæmilegur í útliti, spurning með þetta stóra Skoda merki framan á honum. Nú er skodinn orðinn hálfgerður VW enn endursöluverð hefur ekki verið neitt allt of hátt á þessum bílum, því miður. Hann er sæmilega rúmgóður, svona viðunandi akstureiginleikar, ég bara veit ekki hver eyðslan er.
Þeir sem ég þekki og hafa verið á þessu hafa verið ánægðir, lág bilatíðni og bara þokkalegur smábíll. Enn þetta er Skoda - ekki VW.
F. Fiesta - Ég hef nú lítið keyrt svona sjálfur, enn verið meira sem farþegi í svona. Og þá bara í gamla bílnum, hef ekki einu sinni sest inní nýja útlitið. Ágætis akstureiginleikar, gamla útlitið er laglegt, nýja lookið er mjög smekklegt og fallegt, samt aðeins of líkur focus. Þetta er lítill bíll og ekkert sérlega rúmgóður, samt ekki að hann sé neitt þröngur. Eyðslan er lítil og fínn kraftur. Persónulega myndi ég velja Fiesta framm yfir Ka.
Í sambandi við Getz, á hann ekki að vera arftaki Atoz?
Nú hef ég ekki prófa Getz enn hann er fínn í útliti, og ég var allavega mjög ánægður með akstureiginleika Atoz-ins.
Enn það má ekki gleyma að þetta er enn Hyundai.
Enn svo langar mig að spyrja þig, langar þig virkilega í lítinn bíl? Ertu að hugsa um að kaupa þér alveg nýjann, ónotaðann. Eða lítið notaðann? Ertu þá að hugsa um 2-3 ára gamlann eða 3-5 ára gamlann? Hvernig væri þá að pæla í 3-5 ára gömlum Honda Civic eða Toyota Corolla eða jafnvel VW Golf. Það þarf ekki að kosta það mikið meira og eyðslan þarf heldur ekki að vera neitt mikið meira ef þú fynnur bíl með t.d. 1400cc vél. Svo fer þetta líka alveg eftir því hvernig þú keyrir bílinn.
Svo er spurninging, þarftu endilega að fá þér nýlegann bíl, alveg hægt að fynna sér fínann bíl fyrir 300-400 þús kr.
Ég er bara búinn að sjá allt of marga vera skoða bíla og staldra við eitthvað ákveðið og sjá svo ekkert annað, kaupa það og sjá svo eftir því að hafa ekki skoðað aðeins betur fleyri möguleika.
Kveðja
Svessi